Vörðurnar að velgengni? / by Pétur Þór Ragnarsson

Emil Tumi

Þegar ég var plötusnúður í gamla daga komu oft upp tímabil þar sem langaði jafnvel ekkert til þess að fara út að spila langt fram á nótt. Mér fannst eins og ég ætti eftir að fá leið á því sem ég var að spila. Sá bara ekki gleðina í þessu.

Ég leysti þetta stundum með því að hlusta viljandi á eins leiðinlega tónlist og ég gat til þess eins að geta notið tónlistarinnar “minnar” betur um kvöldið. Nánast undantekningalaust bar þetta árangur. Það var nánast sama hvað ég dró upp úr plötukassanum mínum um kvöldið. Það hljómaði allt eins og gull miðað við sorpið sem ég hafði látið viljandi dynja á mér fyrr um daginn! Ég hreinlega geislaði oft af gleði við það eitt að vera laus úr þeirri prísund sem ég hafði komið mér í.

Ég er alltaf að átta mig á því betur og betur hversu viðeigandi þessi mjög svo einfalda aðferðafræði á við. Ég horfði nýlega á nýjasta þáttinn af Chase Jarvis live. Margir vita nú kannski ekkert hver sá mæti maður er en hann er ljósmyndari sem hefur átt þó nokkurri velgengni að fagna vestan hafs sem í sjálfu sér er málinu óviðkomandi. Hann fær einu sinni til tvisvar í mánuði til sín listafólk, rithöfuna eða einstaklinga úr öðrum skapandi greinum og ræðir við þá opinskátt um alskyns málefni. En í þessum nýjasta þætti sínum er hann að ræða við Julien Smith sem er margfaldur metsöluhöfundur og nokkuð áhugaverður fýr. Fyrir skapandi fólk þá mæli ég eindregið með þessu þáttum sem má nálgast frítt á heimasíðu Chase, www.chasejarvis.com. Talið á milli þeirra tveggja barst að því að Chase segir;

"ég lifi eftir þeirri möntru að líf mitt sé sársaukalaust"

 

Það fyrsta sem ég hugsaði með mér eftir að hann sleppti orðunum. Hvernig ætli hann viti að líf sitt sé sársaukalaust ef hann ýtir sér ekki reglulega að mörkum sársaukans, jafnvel kannski aðeins lengra? Við skulum hafa í huga að þetta þarf ekkert endilega að vera líkamlegur sársauki.

Leiðin í áttin að velgengni hlítur að vera vörðuð misheppnuðum tilraunum . Misheppnaðar tilraunir geta verið sársaukafullar. Jafnvel barið okkur svo fast niður að við stöndum ekki aftur upp til að reyna.

Það eru viðbrögð okkar við sársauka sem mun ákvarða velgengni. Ertu týpan sem stendur upp og berð hausnum aftur í vegginn eða gefstu upp? Hvort sem verkefnið er líkamlegt eða andlegt. Allt bara spurning um viðhorf, ekki satt?

Íris Mist

Ljósmyndun er fyrir mér merkilegt fyrirbrygði. Við lifum á tímum þar sem okkur er bókstaflega drekkt í myndum 24 tíma á sólarhring, misgóðum að sjálfsögðu. Fyrir ljósmyndara að reyna að brjótast í gegnum allt þetta suð er ekki lítið verk. En ég er í það minnsta byrjaður. Því lengra sem ég fer í þessari vegferð því styttra finnst mér ég vera kominn.  Margoft á leiðinni hef ég fengið algjört ógeð af þeim myndum sem ég hef tekið. Það er staðreynd að ég hef tekið svo mikið af lélegum myndum að ég hef ekki tölu á þeim. En ég hef lært eitthvað af hverri einustu.

Til að loka hringnum að þá setti ég nýverið mikið púður í að mynda íþróttafólk. Allt fólk sem ég þekki persónulega og eru flest mjög framarlega í sinni grein. Sumt er þetta fólk sem ég hef sjálfur æft með. Ég var að prófa aðferðir sem ég hafði ekki beitt mikið áður. Það er að ég tók mynd af þeim í stúdíóniu mínu, en tók bakgrunninn fyrir myndirnar síðar. Þetta eru því allt saman samsettar myndir. Á meðal ljósmyndara eru skiptar skoðanir um ágæti þessarar aðferðar eins og vera ber og ég hef fengið alls konar viðbrögð við þeim. Bæði góð og slæm. Ég upplifði mig eftir alla vinnuna sem fór í þetta í vafa um hvort það væri nokkuð vit í þessu. Henda bara öllu draslinu. Láta það hverfa, byrja aftur, gera betur!

Þá mundi ég eftir plötusnúða trikkinu góða og þessar myndir fengu því að lifa.

Við lærum á meðan við lifum,