Hönnunarmars, dauði ljósaperunnar og ný verkefni / by Pétur Þór Ragnarsson

Dauði ljósaperunnar I

Nú er hönnunarmars í fullum gangi á farsældar fróni og fyrir áhugasama vil benda á að það er hægt að skoða hvaða viðburðir eru í gangi hér. Ég hef alveg svakalega gaman að því að takast á við verkefni sem er ögrandi á einhvern hátt. Eitthvað sem ég hef ekki fengist við áður. Því fylgir ákveðin spenna sem er ólýsanleg en er ótrúlega ávanabindandi. Þetta er eitthvað sem er ekkert endilega bundið við ljósmyndun en er engu að síður eitthvað sem mér finnst alveg nauðsynlegt, mæli eindregið með þessu!

Dauði ljósaperunnar II

Í fyrra myndaði ég stórskemmtilegt verkefni fyrir Krissa vin minn (Kristján Kristjánsson) ljósameistara með meiru þar sem hann jarðsögn glóperuna sem því miður var drepinn af bjúrókrötunum í Evrópusambandinu. Frekar undarlegt mál allt saman sem Krissi barðist hatrammlega gegn fyrir dómstólum. 

Þessi innsettning var eins konar lokapunktur í ferlinu hjá honum. Þegar opnað var fyrir sýningu á verkinu í fyrra sagði hann mér að það hlakkaði í honum að fara að tala um eitthvað annað en perur!

Engu að síður að þá klikkar kallinn seint því að nú er að verða áframhald á samstarfinu okkar þar sem enn á ný eru spennandi verkefni sem þarf að mynda í tengslum við hönnunarmars. Meira af því síðar

Dauði ljósaperunnar III