Til hamingju Ísland! / by Pétur Þór Ragnarsson

Wow cyclothon I

1. mars er að verða með merkilegri dögum í seinnitíma sögu Íslands. Það var á þessum degi árið 1989 sem bjórþyrstir einstaklingar landsins lögðu bjórlíkinu og laumuðu sér í ríkið og nældu sér í Löwenbrau. Það hefur margt vatnið runnið til sjávar síðan og er óhætt að segja að hér sé að myndast hin ágætasta bjórmenning þar sem árstíðabundnir sérbjórar eru vinsæl hjá landanum og flóran alltaf að aukast.

Páska gull


Þeir sem þekkja mig vita að ég er mikill áhugamaður um reiðhjól. Ég keppti í hjólreiðum um árabil auk þess sem heimilið hefur meira eða minna verið bíllaust undanfarin ár. Ég fer því nánast allra minna ferða á hjóli eða í strætó. 1. mars er stórmerkur dagur fyrir allt hjólafólk þar sem að í dag hafa tollar verið afnumdir af reiðhjólum. Það er með ÖLLU óskiljanlegt hverst vegna þetta var ekki löngu búið að keyra í gegnum kerfið þar sem það er ekki hægt að finna umhverfisvænni fararmáta.

Það er ekki svo langt síðan að maður gat heilsað nær öllum hjólreiðamönnum á stígum og götum borgarinnar en fjölgunin er orðin slík að nú er það hending ef maður þekkir andlit. Ákaflega jákvæð og skemmtileg þróun sem gleður mig mikið.

Til hamingju Ísland og skál!

Wow cyclothon II