Nýjar áskoranir / by Pétur Þór Ragnarsson

 Þorbjörg Ágústsdóttir í TRX

 Það er alltaf jafn gaman að fá verkefni tengd einhverju sem maður hefur ekki gert áður en liggja samt í námunda við áhugasviðið. Ég myndaði á dögunum hana Þorbjörgu Ágústsdóttur sem margir kannast við í tengslum við skylmingar. Hún er margfaldur íslandsmeistari og Norðurlandameistari í íþróttinni en hefur notað TRX æfingar í undirbúningi sínum.

Myndina tók ég fyrir www.elin.is. Elín er frábær í alla staði og hvet þá sem hafa áhuga á TRX æfingakerfinu eða Rope yoga til þess að skoða hvað hún hefur upp á að bjóða