Brúðkaup í febrúar - Lukkan er í liði með þeim undirbúnu. / by Pétur Þór Ragnarsson

Ásta og Jakob

Það er ekki á vísann að róa veðurlega séð í byrjun febrúar. Það er því óhætt að segja að ég hafi sjaldan, jafnvel aldrei fylgst jafn vel með veður spá og dagana fyrir 02. febrúar síðastliðinn. Ég var búinn að taka að mér að mynda brúðkaup þeirra Ástu og Jakobs og þeirra heitiasta ósk var að geta myndað úti. Dagana fyrir brúðkaupið var spáin satt best að segja ekki árennileg. Við héldum þó í vonina en degi fyrir brúðkaupið ákváðum við þó að byrja í stúdióinu og sjá svo til. 

Dagurinn rann upp og það var sannkallað skítviðri um morguninn, Lárétt rigning með besta vin sinn í farteskinu, hávaðarokið! Samkvæmt spánni átti þetta vera uppskrift dagsins. Það var svo upp úr hádegi að það fór frekar óvænt að lægja. Veðrið gekk svo niður með hverri mínútunni eftir hádegið. Ég hafði þó aldrei gefið upp vonina og var með allt klárt í bílnum ef færi gæfist á útitöku.

Ásta og Jakob

Það kom svo á daginn að við fórum á þrjá staði og náðum stórskemmtilegum myndum utandyra í byrjun febrúar! Þessi hér að ofan er mín uppáhalds frá deginu og sérstök fyrir þær sakir að þau tengjast bæði inn í flugbransann. 

Hér að neðan er síðan smá sýnishorn frá deginum í heild sem var ótrúlega vel lukkaður í alla staða. Létt og skemmtilegt yfirbragð með hressleikann í fyrirrúmi.