Fermingar og sameining fjölskyldunnar / by Pétur Þór Ragnarsson

Hildur

Nú fer að líða að fermingum og af því tilefni láta margar fjölskyldur taka myndir af börnum sínum þegar þau standa á þessum merku tímamótum. Núna nýverið fékk ég til mín hana Hildi sem er að fermast um komandi páska. Hún vildi láta taka mynd af sér fyrir boðskortið í fermionguna sjálfa sem mér finnst bráðskemmtilegt.

Fjölskyldan Laxdal

Á þessum merka gleði degi er fjölskyldan gjarna sameinuð. Því miður finnst mér að í þjóðfélagi nútímans sitji fjölskyldan oftar en ekki á hakanum. Ég hef því alltaf mælt með því við þær fjölskyldur sem eru að huga að því að fara í myndatöku að gera eitthvað meira úr deginum. Fólk er oftar en ekki á betri klæðunum og því tilvalið að nýta daginn í góða samverustund.

Hildur

Fjölskyldan Laxdal