Ljósmyndun

Vörðurnar að velgengni? by Pétur Þór Ragnarsson

Þegar ég var plötusnúður í gamla daga komu oft upp tímabil þar sem langaði jafnvel ekkert til þess að fara út að spila langt fram á nótt. Mér fannst eins og ég ætti eftir að fá leið á því sem ég var að spila. Sá bara ekki gleðina í þessu.

Ég leysti þetta stundum með því að hlusta viljandi á eins leiðinlega tónlist og ég gat til þess eins að geta notið tónlistarinnar “minnar” betur um kvöldið. Nánast undantekningalaust bar þetta árangur.

Read More

Brúðkaup í febrúar - Lukkan er í liði með þeim undirbúnu. by Pétur Þór Ragnarsson

Það er ekki á vísann að róa veðurlega séð í byrjun febrúar. Það er því óhætt að segja að ég hafi sjaldan, jafnvel aldrei fylgst jafn vel með veður spá og dagana fyrir 02. febrúar síðastliðinn. Ég var búinn að taka að mér að mynda brúðkaup þeirra Ástu og Jakobs og þeirra heitiasta ósk var að geta myndað úti. Dagana fyrir brúðkaupið var spáin satt best að segja ekki árennileg.

Read More

H.elvítis D.jöfulsins R.usl by Pétur Þór Ragnarsson

Ég þarf ekki að fara langt aftur í tíma til þess finna í mér gengdarlausa gremju gagnvart HDR myndum. Það er svo að mínu mati að HDR er gríðarlega vandmeðfarið en jafnframt öflugt tól í vopni nútíma ljósmyndarans. Eftir að ég fór að prófa þetta sjálfur fór ég nefninlega fljótlega að sjá ljósið. Ef við veltum því aðeins upp hvað HDR er (e.High dynamic range) að þá er það ekkert annað en aðferð sem við getum beitt við myndatökur til þess eins að auka tónsvið myndavélarinnar.  Read More